Nú vantar bara að "Plantan" taki þátt í þessu og þá fáum við vonandi að heyra nýtt Led Zeppelin efni.
Led Zeppelin í hljóðveri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 27.8.2008 | 15:37 (breytt kl. 15:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég hef nú farið á ansi marga tónleika í höllinni, sem reyndar er lélegt tónleikahús, en skyldu þeir hafa gleymt að blanda hljóðið??
Í fyrstu heyrðist ákaflega lítið í söngvaranum, var að velta því fyrir mér hvort hann væri ekki með monitor þar sem ég sá hann ekki á sviðinu en þetta var í raun alveg hræðilegt. Var ég jafnvel að pæla í því að fara niður og heimta endurgreiðslu eftir að lag nr. 4 var búið.
Ef ég væri Coverdale og Co þá væri ég brjálaður í dag.
Hljóðið lagaðist aðeins í restina og þá tókst manni að heyra það að hann getur enn sungið, þó ekki eins vel og áður, en maður var bara orðinn ansi efins m.v. það litla sem maður heyrði megnið af kvöldinu
Hitt er að bandi var ansi þétt og nýju lögin hljóma nú betur eftir að maður hefur heyrt þau "live".
Það er meira að segja 1 lag sem gæti bara náð vinsældum ef útvarpsstöðvar 365, sem virðast bara spila það sem Sena lætur þá hafa, tækju upp á því að spila lagið.
Endirinn var allra bestur, þakið ætlaði af húsinu þegar Here I go again byrjaði og allir sungu með.
Þá var gaman að fá að sjá og heyra eftir uppklappið gamla góða Deep Purple lagið Burn (og smábita af Stormbringer).
Saknaði þess þó að heyra ekki Don't brake my heart again sem er búið að vera eitt af uppáhaldslögum mínum frá því að ég var tittur (12 ára eða svo)
Stemmning á tónleikum Whitesnake | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 11.6.2008 | 11:38 (breytt kl. 13:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til hamingju með þetta Stebbi, þú átt þetta svo sannarlega skilið!!!!!!!!
Stefán Hilmarsson kjörinn heiðurslistamaður Kópavogsbæjar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 9.5.2008 | 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þessir tónleikar voru BARA FRÁBÆRIR!!
Langt síðan að ég hef skemmt mér vel yfir svona tónleikum og eru þetta bestu tónleikar með íslenskri hljómsveit sem ég hef farið á - og ef ekki bara með topp 3 bestu tónleikum sem ég hef farið á
Það eina sem mátti setja út á var óþarfa fyllerí á sumum sem virtust eyða meiri tíma í að ná sér í drykki en að njóta tónlistarinnar....
Hér er smá myndbrot af Youtube:
Vona að þessir tónleikar hafi verði teknir upp og komi nú út á diski þar sem hljóðið í Laugardalshöllinni er alltaf jafn glatað (okkur vantar raunverulegt tónlistarhús fyrir svona tónleika )
Vona að ég eigi eftir að sjá Sálina á 30 ára afmælinu etc.
Þetta bezta band Íslands má ekki hætta að spila og senda frá sér efni!
Mikil stemmning á afmælistónleikum Sálarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 17.3.2008 | 19:34 (breytt kl. 19:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er nú frekar hneykslaður að stórfyrirtæki eins og Google sé með svona ljóta stafsetningarvillu á íslensku forsíðu sinni.
Þar er hægt að velja tvær gerðir af leitarmöguleikum, "Google leit" og "Freysta gæfunnar".
Ekki veit ég hvaða aðili það var sem sér um að þýða þetta fyrir Google en sá aðili þarf klárlega að vanda sig betur
Þegar ég ákvað að athuga fjölda færslna á netinu þar sem orðið "freysta gæfunnar" kæmi fram þá sá ég að fleiri aðilar hafa tekið eftir þessu, hér er hlekkur í niðurstöðun á hinni "stórmerkilegu" leitarvél Google:
http://www.google.co.uk/search?hl=en&q=freysta+g%C3%A6funnar&meta=
Bloggar | 19.2.2008 | 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það verður áhugavert að sjá hvort þetta gengur eftir. Sumt sem Microsoft hefur keypt eða yfirtekið hefur gengið mjög vel (sbr. MS-DOS ).
Yahoo hefur verið að kaupa upp ýmis fyrirtæki og áhugaverðar lausnir, eins og Flickr! sem þeir reyndu að breyta í Yahoo - sem varð algjört klúður, og MusicMatch Jukebox.
Er t.d. enn að nota MusicMatch útgáfuna af Jukebox þar sem að eftir að Yahoo keypti hugbúnaðinn og kom með sína útgáfu, Yahoo Jukebox, þá er forritið orðið óþjált og ekki eins notendavænt og var áður - reyndar bara hundleiðinlegt forrit sem minnir mig of mikið á Apple iTunes.
Auðvitað er allur stuðningur við eldri útgáfu ekki lengur til
Hvað ætli menn myndu segja ef t.d. bílaframleiðandi myndi kaupa annan, flytja merkið yfir á sig en hætta öllum stuðningi (s.s. eins og að útvega varahluti) við eldri módelin .
Ætli Microsoft myndi ekki bara henda Jukebox forritinu mínu út og segja mér að nota Windows Media Player
Microsoft vill kaupa Yahoo! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 1.2.2008 | 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ótrúleg vinnubrögð. Ríki og sveitarfélög eiga ekki að vera í samkeppnisrekstri!!!!
Týpískt fyrir R-lista flokkana að reyna að halda í þessa peningahýt.
Það væri nú ráð að fá óháðann aðila, t.d. eins og Ríkisendurskoðun (eða jafnvel eitthvað enn öflugra apparat), til þess að rýna í bókhaldið og sýna okkur skattgreiðendum hvernig það hefur verið sturtað peningum í þetta í gegnum tíðina Það mun líklega aldrei nást upp í núverandi kostnað, verður líklega bara afskrifað þegar fram í sækir .
Ætli R-lista liðið viti ekki upp á sig skömmina og séu ánægðastir að Lína.net sé nú komið aftur á þeirra borð svo að þeir geti falið mistökin sín
Hætt við að selja Gagnaveitu Reykjavíkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 27.11.2007 | 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mér fannst þetta flott mál hjá Radiohead, það flott að ég fór að hugsa mig um hvað væri sanngjarnt að borga fyrir svona grip. Ef maður hugsar hvað sparast við það að þurfa ekki að framleiða diskana og hulstrið ásamt því að dreifa disknum í gegnum milliliði þá fannst mér sjálfsagt mál að borga 8 evrur fyrir gripinn. Kostar ekki 1 lag 99 cent á iTunes?
Skv. Tónlist.is þá kostar lag kr. 99 nema eitthvað af nýjum lögum virðist vera á 149 kr.
M.v. að það eru 10 lög á plötunni sem hægt er að sækja þá fannst mér 8 evrur sanngjarnt verð (að maður fái "magnafslátt" ).
Af hverju menn sóttu þetta frítt skil ég ekki. Það er að mínu mati ekkert nema þjófnaður, þeir hefðu a.m.k. geta borgað 200-500 krónur úr því að þeir hafa aðgang að tölvu og internetinu.
Sjálfsagt á það ekki við alla en Radiohead er reyndar ekki beint "unglingaband" svo að þeir sem sóttu ættu flestir að geta borgað eitthvað.
Ég fæ launað fyrir mína vinnu þar sem ég er að veita (selja) þjónustu og ekki vildi ég að menn fengju þjónustuna mína frítt þar sem það myndi þá á endanum þýða að fyrirtækið gæti ekki borgað mér laun. Sem myndi að sjálfsögðu leiða til þess að það myndi leggja upp laupana þar sem engar tekjur kæmu í kassann, ekki yrði nein framþróun og allir starfsmenn myndu leita annað.
Radiohead hefur sjálfsagt hagnast ágætlega í gegnum tíðina en það má ekki gleyma því að bak við svona hljómsveit eru fjöldi starfa sem þarfnast þess að "apparatið" fái meiri peninga svo að hægt sé að borga þeim launin sín.
Radiohead þarf því að mínu mati að fá borgað fyrir sína vinnu þar sem þeir eru einnig að selja þjónustu sem í þessu tilfelli veitir manni ánægju við hverja hlustun. Vona að þeir haldi áfram á þeirri braut.
Von mín var sú að fleiri hljómsveitir myndu feta í fótspor Radiohead en ef þetta er niðurstaðan, þ.e. að 3 af hverjum 5 borguðu ekkert, þá myndi ég segja að þessi tilraun hafi mistekist - a.m.k. í bili
Yorke greiddi ekkert fyrir sína eigin plötu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 20.11.2007 | 14:15 (breytt kl. 14:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mér er gjörsamlega óskiljanlegt hvernig mönnum dettur í hug að hafa svona háa tolla á MP3 spilurum. Þetta er ekkert nema forræðishyggja sem skilar sé alls ekki í ríkiskassann.
Ég þekki mjög marga sem eiga iPod spilara en engann sem hefur keypt slíkann grip á Íslandi. Það þýðir að ríkið hefur ekki fengið krónu af þeim kaupum.
Ef ég sjálfur hefði hug á því að kaupa mér iPod þá myndi ég pottþétt ekki kaupa hann hér á landi - þrátt fyrir örugglega gott umboð með góða þjónustu. Verðið er bara út í hött!!
Annað dæmi um hversu kjánalegt þetta er stundum hjá tollinum er að símsvarar hafa aldrei náð fótfestu á Íslandi. Ástæðan er einföld, ofurtollar á símsvörum en ekki á símum með símsvara. Símar með símsvara voru hins vegar oftast svo skelfilega ljótir að menn keyptu þá ekki.
Ég skil ekki af hverju menn virðast ekki skilja þetta hjá tollinum. Þetta hefur gengið upp hjá ríkinu almennt, þ.e. lækkun skatta hefur leitt til aukinna tekna í ríkissjóð - en tollurinn, hann er bara ekki að skilja dæmið til enda.
iPod tollurinn er kominn til að vera | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 18.10.2007 | 06:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Einhvern veginn finnst mér alltaf pínu skrýtið að pólitískir aðstoðarmenn skuli vera sóttir út fyrir Reykjavík. Þar sem Guðmundur er varaþingmaður í Suðvesturkjördæmi þá getur hann varla búið í Reykjavík (a.m.k. ekki verið með lögheimili þar).
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Samfylkingarfólk nær í aðstoðarmenn út fyrir borgina, aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar bjó t.d. í Kópavogi.
Kannski er þetta bara hið besta mál, þessir aðilar hafa þá vonandi einhverja þekkingu á því hvernig hlutirnir eru gerðir annarsstðar
Nýr aðstoðarmaður borgarstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 18.10.2007 | 06:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)