Pagani er ítalskur en ekki bandarískur

Æ hvað mér finnst leiðinlegt að sjá illa ígrundaðar fréttir á mbl.is.  Hér er ranglega sagt frá framleiðslulandi Pagani í fréttinni:

Pagani Huayra er ein­stak­lega áhuga­verður og fal­leg­ur banda­rísk­ur sport­bíll. En hann er ekki fyr­ir hvern sem er því leik­fang þetta kost­ar sem svar­ar 220 millj­ón­um króna. 

Pagani er framleiddur í Ítalíu af Argentínumanninum Horacio Pagani.  Vélbúnaður kemur frá Mercedes-AMG í Þýskalandi.

Það er ekkert bandarískt við þennan bíl.

 


mbl.is 220 milljóna leikfang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitthvað er nú farið með rangt mál hjá MBL

Í fréttinni segir:

"Auto Uni­on varð til er Audi, DKW, Horch og Wand­erer runnu sam­an og stofnuðu eðal­bíla­smiðinn Mercedes-Benz. Um tíma til­heyrði vörumerkið móður­fé­lagi Mercedes, Daimler, sem eignaðist það 1958. Á end­an­um féll merkið aft­ur í eigu Volkswagen, eða  1964."

Þetta er einfaldlega rangt því að Auto Union var helsti samkeppnisaðili Mercedes-Benz, sérstaklega á kappakstursbrautum.
Líklega hefur átt að standa þarna að Audi, DKW, Horch & Wanderer runnu saman og stofnuðu Auto Union. Wink

Það er rétt að Daimler-Benz AG átti Auto-Union frá 1958 til 1964.
Þess má geta að litlu munaði að Daimler-Benz keypti BMW.  Quandt fjölskyldan, sem átti 10% í Daimler-Benz og 30% í BMW, hafði áhuga á því að Benz keypti BMW en vegna mótmæla frá starfsfólki og stéttarfélögum hætti Quandt fjölskyldan við það.  Þess í stað keyptu þau meirihlutann í BMW og hófu uppbyggingu á því fyrirtæki, þrátt fyrir aðvarandi fjármálafyrirtækja, ... and the rest is history Smile

Svo má við því bæta að núverandi móðurfélag Mercedes-Benz heitir Daimler AG í dag en hét Daimler-Benz AG frá 1926 til 1998 er það breyttist í Daimler-Chrysler AG.  Frá 2007 hefur það heitir Daimler AG eftir að Daimler losaði sig við Chrysler.

 

 


mbl.is VW gæti aftur tekið upp heitið Auto Union
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sami bíll og Citan?

Í umfjöllun mbl.is stendur:

"Samkeppnin á markaði lítilla sendibíla eins og Kangoo er hörð og nokkrir um hituna. Mercedes-Benz Citan er í grunninn sami bíll og Kangoo fyrir utan annan framenda en grunnverð hans er hins vegar hærra, eða 3.490.000 kr."

Já Kangoo og Citan eru í grunninn sami bíll en verðmunurinn liggur ekki bara í útlitinu LoL

"Honest John" heldur úti ágætri vefsíðu þar sem fjallað er um bíla, bæði nýja og gamla, og er oft gott að glugga í, sérstaklega ef maður ætlar að skoða notaða bíla og hvort það séu einhver þekkt vandamál við þá.

Í greininni segir m.a.:

"...the manufacturer (Mercedes-Benz) worked with Renault. That explains why the Citan's profile looks familiar - it's actually based on a Kangoo but this is much more than just a rebadged Renault. Mercedes-Benz has made big changes throughout and the result is small van that's just as good as its larger Vito and Sprinter models."

"The Citan is much more that a rebadged Renault Kangoo and that's immediately evident once you get behind the wheel. It's incredibly refined on the move with an impressively smooth ride and little in the way of road noise. So while it may be a small van it's very much at home on the motorway." 

Hér má svo sjá upplýsingar um hvað Benz hefur m.a. gert til þess að gera þennan bíl öðruvísi en "standard Kangoo" - sem útskýrir kannski verðmuninn: 

"It's certainly one of the best handling small vans around helped by the fact Mercedes-Benz has reworked the suspension and dampers.

As a result there's good grip and the body is well controlled in corners with little lean. The Citan also comes with an Adaptive ESP system as standard. The electronic stability program takes the vehicle's load into account if it needs to cut in and works alongside the electronic brakeforce distribution. 

The Citan certainly feels robust and solid, like a Mercedes-Benz van should." 

Hér má sjá umfjöllunina um Citan í heild á vefsíðu Honest John:

http://vans.honestjohn.co.uk/van-reviews/mercedes-benz/citan-2013/ 


mbl.is Þægilegur vinnubíll í nýrri útgáfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sienna er ekki sendibíll!

"Toyota hefur ákveðið að innkalla 694.000 lítilla sendibíla af gerðinni Sienna." 

Þeir blaðamenn sem skrifa um bíla þyrftu, að mínu mati, að hafa eitthvað vit á bílum Shocking
Þessi frétt er nú bílasíðu Mbl.is til minnkunar.

Toyota Sienna og Dodge Caravan hafa aldrei verið sendibílar heldur er hér um að ræða svokallaða "minivan" útgáfu af fjölnotabílum (MPV - Multi purpose vehicle).  
Fjölnotabílar voru að upphafi byggðir á sendibílum sem útskýrir sjálfsagt notkunina á orðinu minivan. 

 


mbl.is Toyota innkallar Sienna sendibíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Benz á Íslandi

Gaman að sjá þessa frétt hjá mbl.is sem er þó degi og seint því að dagsetningin er 29. janúar en ekki 30.

Á Íslandi er starfandi klúbbur eigenda og áhugamanna um Mercedes-Benz bíla. Þessi klúbbur er hluti af alþjóðlegum félagsskap á vegum Mercedes-Benz Clubs International og heitir Mercedes-Benz klúbbur Íslands.

Fyrir áhugasama þá er klúbburinn með heimasíðu á vefslóðinni:
www.stjarna.is
auk þess sem að klúbburinn rekur spjallþráð og síðu á Facebook.


mbl.is 125 ár frá upphafi bílsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HURÐAR, hvað er nú það??

Þetta "orðskrýpi" hurðar virðist vera að festa sig í sessi Woundering

Mér þykir það ákaflega slæmt að sjá hvað Mbl.is er oft með hræðilegar málvillur sem og þessa.

 


mbl.is Fjölmenni á uppboði tollstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært - vegni þeim vel

Mikið rosalega er ég orðinn þreyttur á neikvæðum bloggurum sem sjá allt sem heitir einkaframtak sem eitthvað vont. 

Ég ætla að vona að þessum aðilum gangi vel.  Svona fyrirtæki mun leiða af sér fullt af störfum tengdum þjónustu við fyrirtækið að ég tali ekki um allt sem snýr að uppbyggingu húsnæðis.
Það er eitthvað sem okkur vantar klárlega í dag.

Áfram Ísland!


mbl.is Stefna að byggingu einkaspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað á þetta eiginlega að þýða?

Varnarmálaráðuneytið í Seoul hefur sagt að  land- og loftherir landsins fylgist naugið með landamærunum að Norður-Kóreu eftir að því var lýsti yfir í Pyongyang að vopnahléið sem ritað var undir árið 1953, en þá lauk Kóreustríðinu,  væri ekki lengur í gildi.

Skil ekki hvernig náið getur orðið naugið....Shocking

Er enginn að prófarkalesa netfréttirnar hjá Mogganum?
Væri ekki ráð að fjárfesta í hugbúnaði sem sem fer yfir og leiðréttir villur (sbr. og til er fyrir bloggið sjálft:
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2007/05/08/leidrettingapuki_a_blog_is/)


mbl.is Herir í viðbragðsstöðu á Kóreuskaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhugaverð fyrirspurn

Þetta er mjög áhugaverð fyrirspurn frá þingmanninum.

Bíð spenntur eftir svari Jóhönnu. 

Verður sett hér nýtt fordæmi fyrir hækkanir til launafólks? 

 


mbl.is Starfsmenn Íslandspósts fái hækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

PR klúður hjá Sjálfstæðisflokknum

Ég er reyndar á móti kynjakvóta (þeir hæfustu hverju sinni eiga ávallt að fá tækifæri) þá finnst mér nú sem að Sjálfstæðisflokkurinn ætti nú að vera með PR fólk innan sinna vébanda til þess að hugsa um ímynd flokksins núna korteri fyrir kosningar.

Þetta er auðvitað ekkert annað en PR klúður því að ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði skipað 2 karla og 2 konur þá hefði þetta ekki verði frétt eða a.m.k. ekki neikvæð frétt fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

 Woundering

 

 


mbl.is Þingkonur mótmæla karlanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband