Mér er gjörsamlega óskiljanlegt hvernig mönnum dettur í hug að hafa svona háa tolla á MP3 spilurum. Þetta er ekkert nema forræðishyggja sem skilar sé alls ekki í ríkiskassann.
Ég þekki mjög marga sem eiga iPod spilara en engann sem hefur keypt slíkann grip á Íslandi. Það þýðir að ríkið hefur ekki fengið krónu af þeim kaupum.
Ef ég sjálfur hefði hug á því að kaupa mér iPod þá myndi ég pottþétt ekki kaupa hann hér á landi - þrátt fyrir örugglega gott umboð með góða þjónustu. Verðið er bara út í hött!!
Annað dæmi um hversu kjánalegt þetta er stundum hjá tollinum er að símsvarar hafa aldrei náð fótfestu á Íslandi. Ástæðan er einföld, ofurtollar á símsvörum en ekki á símum með símsvara. Símar með símsvara voru hins vegar oftast svo skelfilega ljótir að menn keyptu þá ekki.
Ég skil ekki af hverju menn virðast ekki skilja þetta hjá tollinum. Þetta hefur gengið upp hjá ríkinu almennt, þ.e. lækkun skatta hefur leitt til aukinna tekna í ríkissjóð - en tollurinn, hann er bara ekki að skilja dæmið til enda.
iPod tollurinn er kominn til að vera | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þekkir einhver rök ráðuneytisins? Mér finnst mótsagnarkennt að iPod skuli verða dýrari en iPhone og eins konar sönnun þess að ríkið hafi rangt fyrir sér.
Ég hef bloggað um þetta áður: kunningi minn sagði mér að raftækjaverslunin hans í Reykjavík væri bara upp á punt, enginn keypti hlutina þar.
Hann seldi í raun og veru í einokunar verslunarmiðstöðinni úti í Leifsstöð.
Kári Harðarson, 18.10.2007 kl. 06:59
Benni, heldur þú að tollurinn ákveði eitthvað hvaða tollar eru lagðir á vörurnar?
Svartinaggur, 18.10.2007 kl. 09:06
Minn er keyptur í "útlöndum" - og hana nú!!
Ingibjörg Gunnarsdóttir, 18.10.2007 kl. 09:40
Þvílíkir hálfvitar og svikarar geta þessi stjórnvöld! Þessi i-Pod tollur er fram úr hófi hálvitalegur.
Pétur Steingrímsson (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 12:02
Svartinaggur, það er auðvitað ekki tollurinn einn og sér sem ákveður þetta. Líklega eru það einhverjir snillingar í fjármálaráðuneytinu sem taka þessa ákvörðun en fá örugglega ráðgjöf hjá Tollinum enda Tollurinn sérfræðingur í tollum, bæði innanlands og erlendis ;o)
Benni, 18.10.2007 kl. 14:04
Ingibjörg mín, ertu að stela frá okkur skattborgurunum ???
Benni, 18.10.2007 kl. 14:06
Það er rétt hjá þér Bjarki að þetta er bundið í lög á Alþingi - sem sagt Alþingismenn verða að samþykkja - en tillögurnar eru sjaldnast frá þeim komnar. Þingmenn hafa vonandi meira við sinn tíma að gera en að velta því fyrir sér hvaða álögur eigi að setja á ákveðna tollaflokka
Þar hljóta þeir að fá "ráðgöf" annarsstaðar.
Þetta kemur sjálfsagt alltaf í einhverskonar frumvarpi frá fjármálaráðherra...
Hins vegar er ég alveg sammála þér í því að Alþingismenn virðast oft vera að dunda sér við óþarfa smáatriði eins og að setja þjóðfánann upp í þingsalnum. Það finnst mér bara vera common sense að hafa fánann þar og hefði ekki þurft að vera með einhverja umræðu þar að lútandi....
Benni, 19.10.2007 kl. 10:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.