Lélegir hljóðmenn skemmdu skemmtunina

Ég hef nú farið á ansi marga tónleika í höllinni, sem reyndar er lélegt tónleikahús, en skyldu þeir hafa gleymt að blanda hljóðið?? ShockingAngry
Í fyrstu heyrðist ákaflega lítið í söngvaranum, var að velta því fyrir mér hvort hann væri ekki með monitor þar sem ég sá hann ekki á sviðinu en þetta var í raun alveg hræðilegt.  Var ég jafnvel að pæla í því að fara niður og heimta endurgreiðslu eftir að lag nr. 4 var búið.
Ef ég væri Coverdale og Co þá væri ég brjálaður í dag.

Hljóðið lagaðist aðeins í restina og þá tókst manni að heyra það að hann getur enn sungið, þó ekki eins vel og áður, en maður var bara orðinn ansi efins m.v. það litla sem maður heyrði megnið af kvöldinu Woundering

Hitt er að bandi var ansi þétt og nýju lögin hljóma nú betur eftir að maður hefur heyrt þau "live".
Það er meira að segja 1 lag sem gæti bara náð vinsældum ef útvarpsstöðvar 365, sem virðast bara spila það sem Sena lætur þá hafa, tækju upp á því að spila lagið.

Endirinn var allra bestur, þakið ætlaði af húsinu þegar Here I go again byrjaði og allir sungu með.
Þá var gaman að fá að sjá og heyra eftir uppklappið gamla góða Deep Purple lagið Burn (og smábita af Stormbringer). 
Saknaði þess þó að heyra ekki Don't brake my heart again sem er búið að vera eitt af uppáhaldslögum mínum frá því að ég var tittur (12 ára eða svo) Errm


mbl.is Stemmning á tónleikum Whitesnake
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband