Býr aðstoðarmaðurinn í Reykjavík?

Einhvern veginn finnst mér alltaf pínu skrýtið að pólitískir aðstoðarmenn skuli vera sóttir út fyrir Reykjavík.  Þar sem Guðmundur er varaþingmaður í Suðvesturkjördæmi þá getur hann varla búið í Reykjavík (a.m.k. ekki verið með lögheimili þar).

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Samfylkingarfólk nær í aðstoðarmenn út fyrir borgina, aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar bjó t.d. í Kópavogi.

Kannski er þetta bara hið besta mál, þessir aðilar hafa þá vonandi einhverja þekkingu á því hvernig hlutirnir eru gerðir annarsstðar Cool


mbl.is Nýr aðstoðarmaður borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Þingmenn geta reyndar átt lögheimili í hvaða kjördæmi sem er - en ef það er í öðru kjördæmi en þeir eru þingmenn fyrir geta þeir ekki kosið sjálfa sig.

Sveitarfélög úti á landi leggja áherslu á að starfsmenn þeirra, a.m.k. æðstu embættismenn, búi í sveitarfélaginu sjálfu. Að hluta til vegna útsvarsteknanna. En svo hlýtur að vera æskilegt að fólk reyni á eigin skinni það sem það stjórnar.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 18.10.2007 kl. 07:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband