Ķ fréttinni segir:
"Auto Union varš til er Audi, DKW, Horch og Wanderer runnu saman og stofnušu ešalbķlasmišinn Mercedes-Benz. Um tķma tilheyrši vörumerkiš móšurfélagi Mercedes, Daimler, sem eignašist žaš 1958. Į endanum féll merkiš aftur ķ eigu Volkswagen, eša 1964."
Žetta er einfaldlega rangt žvķ aš Auto Union var helsti samkeppnisašili Mercedes-Benz, sérstaklega į kappakstursbrautum.
Lķklega hefur įtt aš standa žarna aš Audi, DKW, Horch & Wanderer runnu saman og stofnušu Auto Union.
Žaš er rétt aš Daimler-Benz AG įtti Auto-Union frį 1958 til 1964.
Žess mį geta aš litlu munaši aš Daimler-Benz keypti BMW. Quandt fjölskyldan, sem įtti 10% ķ Daimler-Benz og 30% ķ BMW, hafši įhuga į žvķ aš Benz keypti BMW en vegna mótmęla frį starfsfólki og stéttarfélögum hętti Quandt fjölskyldan viš žaš. Žess ķ staš keyptu žau meirihlutann ķ BMW og hófu uppbyggingu į žvķ fyrirtęki, žrįtt fyrir ašvarandi fjįrmįlafyrirtękja, ... and the rest is history
Svo mį viš žvķ bęta aš nśverandi móšurfélag Mercedes-Benz heitir Daimler AG ķ dag en hét Daimler-Benz AG frį 1926 til 1998 er žaš breyttist ķ Daimler-Chrysler AG. Frį 2007 hefur žaš heitir Daimler AG eftir aš Daimler losaši sig viš Chrysler.
VW gęti aftur tekiš upp heitiš Auto Union | |
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt |
Flokkur: Bloggar | 29.7.2014 | 16:09 (breytt 30.7.2014 kl. 01:01) | Facebook
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.