Eitthvað er nú farið með rangt mál hjá MBL

Í fréttinni segir:

"Auto Uni­on varð til er Audi, DKW, Horch og Wand­erer runnu sam­an og stofnuðu eðal­bíla­smiðinn Mercedes-Benz. Um tíma til­heyrði vörumerkið móður­fé­lagi Mercedes, Daimler, sem eignaðist það 1958. Á end­an­um féll merkið aft­ur í eigu Volkswagen, eða  1964."

Þetta er einfaldlega rangt því að Auto Union var helsti samkeppnisaðili Mercedes-Benz, sérstaklega á kappakstursbrautum.
Líklega hefur átt að standa þarna að Audi, DKW, Horch & Wanderer runnu saman og stofnuðu Auto Union. Wink

Það er rétt að Daimler-Benz AG átti Auto-Union frá 1958 til 1964.
Þess má geta að litlu munaði að Daimler-Benz keypti BMW.  Quandt fjölskyldan, sem átti 10% í Daimler-Benz og 30% í BMW, hafði áhuga á því að Benz keypti BMW en vegna mótmæla frá starfsfólki og stéttarfélögum hætti Quandt fjölskyldan við það.  Þess í stað keyptu þau meirihlutann í BMW og hófu uppbyggingu á því fyrirtæki, þrátt fyrir aðvarandi fjármálafyrirtækja, ... and the rest is history Smile

Svo má við því bæta að núverandi móðurfélag Mercedes-Benz heitir Daimler AG í dag en hét Daimler-Benz AG frá 1926 til 1998 er það breyttist í Daimler-Chrysler AG.  Frá 2007 hefur það heitir Daimler AG eftir að Daimler losaði sig við Chrysler.

 

 


mbl.is VW gæti aftur tekið upp heitið Auto Union
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband