Í fréttinni segir:
"Auto Union varð til er Audi, DKW, Horch og Wanderer runnu saman og stofnuðu eðalbílasmiðinn Mercedes-Benz. Um tíma tilheyrði vörumerkið móðurfélagi Mercedes, Daimler, sem eignaðist það 1958. Á endanum féll merkið aftur í eigu Volkswagen, eða 1964."
Þetta er einfaldlega rangt því að Auto Union var helsti samkeppnisaðili Mercedes-Benz, sérstaklega á kappakstursbrautum.
Líklega hefur átt að standa þarna að Audi, DKW, Horch & Wanderer runnu saman og stofnuðu Auto Union.
Það er rétt að Daimler-Benz AG átti Auto-Union frá 1958 til 1964.
Þess má geta að litlu munaði að Daimler-Benz keypti BMW. Quandt fjölskyldan, sem átti 10% í Daimler-Benz og 30% í BMW, hafði áhuga á því að Benz keypti BMW en vegna mótmæla frá starfsfólki og stéttarfélögum hætti Quandt fjölskyldan við það. Þess í stað keyptu þau meirihlutann í BMW og hófu uppbyggingu á því fyrirtæki, þrátt fyrir aðvarandi fjármálafyrirtækja, ... and the rest is history
Svo má við því bæta að núverandi móðurfélag Mercedes-Benz heitir Daimler AG í dag en hét Daimler-Benz AG frá 1926 til 1998 er það breyttist í Daimler-Chrysler AG. Frá 2007 hefur það heitir Daimler AG eftir að Daimler losaði sig við Chrysler.
![]() |
VW gæti aftur tekið upp heitið Auto Union |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 29.7.2014 | 16:09 (breytt 30.7.2014 kl. 01:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)