Færsluflokkur: Bloggar
Alveg er biskupinn búinn að spila rassinn út úr buxunum með endalausri neikvæðni í fjölmiðlum. Þetta er bara eins og að horfa á Fox News
Ég gæti best trúað því að það hafi aldrei verið eins margir sem hafa skráð sig úr þjóðkirkjunni eftir að núverandi biskup tók við. Maðurinn er bara alveg úr takti við tímann og tíðarandann
Það er alveg ljóst að hann er ekki að reyna að fá fólk til liðs við sitt trúfélag enda ákaflega dapur sölumaður
Merkilegt nokk ef það væri ekki bara best að "einkavæða" þjóðkirkjuna. Það sést best að þær ríkisstofnanir og fyrirtæki sem hafa verið einkavædd hafa blómstrað eftir það.
Hér ríkir trúfrelsi og því fáránlegt að það sé þjóðkirkja í samkeppni við aðrar kirkjur (lesist: ríkið í samkeppni við "einkafyrirtæki").
Þessi auglýsing Símans er ein sú allra besta sem ég hef séð í íslensku sjónvarpi!!
Bravó Síminn
Biskup segir nýja auglýsingu Símans smekklausa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 4.9.2007 | 16:25 (breytt kl. 16:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessi leikur er orðinn svo merkilegur að stórfyrirtæki á borð við Daimler-Chrysler (sem mun fljótlega fá heitið Daimler) eru búnir að opna "útibú" í leiknum.
Hér fyrir ofan er t.d. ein "persónan" í leiknum búin að fá sér nýjann C-class Benz
Nánari upplýsingar er m.a. að finna á :
http://www.mercedes-benz-secondlife-infos.com/
Annað líf í sýndarveruleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 18.8.2007 | 12:54 (breytt kl. 12:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mikið ofboðslega eru Stuðmenn eitthvað daprir í kvöld . Maður gæti haldið að þeir hafi ákveðið að vera með einhverskonar Kraftwerksútgáfu af Stuðmönnum.
Það vantar bara allt stuðið í Stuðmenn í kvöld. Hvað klikkaði??
N.b. þetta er skrifað þá er KraftStuðVerk enn að spila og Bó Hall að byrja að syngja með TeknóStuðmönnum. Bó er auðvitað alltaf flottur en það mætti halda að það væri bunch af Bolum að spila undir
Jæja, ætla að teygja mig í fjarstýringuna og skipta um rás, þetta er hræðilegt
Aldrei fleiri á Laugardalsvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 17.8.2007 | 22:59 (breytt kl. 23:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hef gluggað í Blaðið í þau skipti sem það hefur borist inn um lúguna hjá mér og hvorki fundist það neitt sérstaklega spennandi né merkilegt þó svo að inn á milli séu ansi góðar greinar en nú verður gaman að sjá hvað gerist.
Ólafur er toppmaður og óska honum til hamingju með nýja starfið.
Það verður hins vegar áhugavert að sjá hvort honum tekst að innleiða zetuna í þetta blað
Reikna með að hún verði a.mk. í ritstjórnargreinum
Nýr ritstjóri Blaðsins: Aukin áhersla á nánasta umhverfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 31.5.2007 | 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Iss... skiptir engu máli, við komumst pottþétt ekki áfram í keppnina á laugardaginn. Verðum þá bara límd yfir kosningasjónvarpinu á Stöð 2.
Skiptir engu máli hvað við sendum svo að við ættum bara að senda eitthvað skemmtilegt.
Mæli með að við sendum Silvíu Nótt aftur og aftur, skiptir engu máli hvort við komumst áfram eða ekki. Annars saknaði ég alltaf þess að sjá ekki Botnleðju taka Eurovísu
Tek það þó fram að Eiki rauði er toppperformer, málið er bara það að þetta er orðið svo lágkúruleg keppni klæðalítilla dansmeyja og dragdrottinga þar sem gæði söngs og lags skipta engu máli
Eiríki og félögum tókst vel upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 10.5.2007 | 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er önnur fréttin á stuttum tíma þar sem Hátækni fær líklega ókeypis auglýsingu fyrir Nokia síma þó svo í þessu tilfelli sé verið að ræða um þjófnað á búnaði.
Segir ekki sagan að slæm umfjöllun sé betri en engin umfjöllun?
A.m.k. fékk þessi sími ágæta umfjöllun í þessari frétt og nú verður eftirspurnin líklega enn meiri
Eftirsóttir farsímar hverfa á leið til landsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.3.2007 | 16:09 (breytt kl. 16:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ekki það að ég sakni allra þessa stöðva... en samt þá finnst mér þessi samkeppnislög ótrúlega flókin og skrýtin.
Kannski er ég svona vitlaus en er það virkilega í lagi að kaupa upp keppinautinn til þess eins að loka honum?
Ég hélt að samkeppnislög og reglur ættu að koma í veg fyrir slíka gjörninga.
Má Vífilfell þá kaupa Ölgerðina? Vodafone kaupa Símann? Hagar kaupa Kaupás?
Hvernig fór þetta aftur með Frumherja, fengu þeir ekki leyfi til þess að Aðalskoðun, eina samkeppnisaðilann á markaðinum ?
Er kannski bara í lagi að vera stóri aðilin sem kaupir litla aðila upp til þess að "eyða" þannig mögulegri samkeppni?
Ekki aðhafst vegna kaupa 365 á útvarpsstöðvum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.3.2007 | 12:16 (breytt kl. 12:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Er ekki málið að byrja að blogga?
Þessi bloggfærsla er reyndar sú fyrsta hér á mbl blogginu en fyrir ca. 10 árum síðan byrjaði ég að setja upp síður á Geocities þar sem ég reyndi að blogga en þá var reyndar varla búið að finna upp bloggið - hætti svo eftir ca. 1 ár - veit ekkert hvað varð um "contentið"
Bjó mér reyndar til síðu á blogspot.com en man bara ekki URLið
Þá er bara að henda sér út í djúpu laugina
Bloggar | 8.3.2007 | 12:09 (breytt kl. 12:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)