Ljót villa á Google.is

Shocking
Ég er nú frekar hneykslaður að stórfyrirtæki eins og Google sé með svona ljóta stafsetningarvillu á íslensku forsíðu sinni.

Þar er hægt að velja tvær gerðir af leitarmöguleikum, "Google leit" og "Freysta gæfunnar".
Ekki veit ég hvaða aðili það var sem sér um að þýða þetta fyrir Google en sá aðili þarf klárlega að vanda sig betur Woundering

Þegar ég ákvað að athuga fjölda færslna á netinu þar sem orðið "freysta gæfunnar" kæmi fram þá sá ég að fleiri aðilar hafa tekið eftir þessu, hér er hlekkur í niðurstöðun á hinni "stórmerkilegu" leitarvél Google:
http://www.google.co.uk/search?hl=en&q=freysta+g%C3%A6funnar&meta=

Whistling


Hmm... hvað verður þá um Jukeboxið mitt...

Það verður áhugavert að sjá hvort þetta gengur eftir.  Sumt sem Microsoft hefur keypt eða yfirtekið hefur gengið mjög vel (sbr. MS-DOS LoL).

Yahoo hefur verið að kaupa upp ýmis fyrirtæki og áhugaverðar lausnir, eins og Flickr! sem þeir reyndu að breyta í Yahoo - sem varð algjört klúður, og MusicMatch Jukebox.
Er t.d. enn að nota MusicMatch útgáfuna af Jukebox þar sem að eftir að Yahoo keypti hugbúnaðinn og kom með sína útgáfu, Yahoo Jukebox, þá er forritið orðið óþjált og ekki eins notendavænt og var áður - reyndar bara hundleiðinlegt forrit sem minnir mig of mikið á Apple iTunes.
Auðvitað er allur stuðningur við eldri útgáfu ekki lengur til Angry

Hvað ætli menn myndu segja ef t.d. bílaframleiðandi myndi kaupa annan, flytja merkið yfir á sig en hætta öllum stuðningi (s.s. eins og að útvega varahluti) við eldri módelin Woundering.

Ætli Microsoft myndi ekki bara henda Jukebox forritinu mínu út og segja mér að nota Windows Media Player Pinch


mbl.is Microsoft vill kaupa Yahoo!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband