Mér er gjörsamlega óskiljanlegt hvernig mönnum dettur í hug að hafa svona háa tolla á MP3 spilurum. Þetta er ekkert nema forræðishyggja sem skilar sé alls ekki í ríkiskassann.
Ég þekki mjög marga sem eiga iPod spilara en engann sem hefur keypt slíkann grip á Íslandi. Það þýðir að ríkið hefur ekki fengið krónu af þeim kaupum.
Ef ég sjálfur hefði hug á því að kaupa mér iPod þá myndi ég pottþétt ekki kaupa hann hér á landi - þrátt fyrir örugglega gott umboð með góða þjónustu. Verðið er bara út í hött!!
Annað dæmi um hversu kjánalegt þetta er stundum hjá tollinum er að símsvarar hafa aldrei náð fótfestu á Íslandi. Ástæðan er einföld, ofurtollar á símsvörum en ekki á símum með símsvara. Símar með símsvara voru hins vegar oftast svo skelfilega ljótir að menn keyptu þá ekki.
Ég skil ekki af hverju menn virðast ekki skilja þetta hjá tollinum. Þetta hefur gengið upp hjá ríkinu almennt, þ.e. lækkun skatta hefur leitt til aukinna tekna í ríkissjóð - en tollurinn, hann er bara ekki að skilja dæmið til enda.
![]() |
iPod tollurinn er kominn til að vera |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 18.10.2007 | 06:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Einhvern veginn finnst mér alltaf pínu skrýtið að pólitískir aðstoðarmenn skuli vera sóttir út fyrir Reykjavík. Þar sem Guðmundur er varaþingmaður í Suðvesturkjördæmi þá getur hann varla búið í Reykjavík (a.m.k. ekki verið með lögheimili þar).
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Samfylkingarfólk nær í aðstoðarmenn út fyrir borgina, aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar bjó t.d. í Kópavogi.
Kannski er þetta bara hið besta mál, þessir aðilar hafa þá vonandi einhverja þekkingu á því hvernig hlutirnir eru gerðir annarsstðar
![]() |
Nýr aðstoðarmaður borgarstjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 18.10.2007 | 06:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)